Sparta Prag tryggði sér sæti í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær með sigri á Malmö í umspilinu. Tékkneska félagið birti drepfyndið myndband á samfélagsmiðla sína í kjölfarið.
Sparta vann leikinn í gær 2-0 og einvígið 4-0. Á leið sinni í deildarkeppnina vann liðið einnig Steaua og Shamrock Rovers.
Til að fagna því að spila meðal þeirra bestu í vetur birti félagið sem fyrr segir drepfyndið myndband, þar sem notuð var klippa úr bíómynd um hinn skrautlega Mr. Bean.
Myndbandið talar fyrir sig sjálft og má sjá hér að neðan.
𝑩𝒐𝒂𝒓𝒅𝒊𝒏𝒈… ✈️🎟️#acsparta | #UEL pic.twitter.com/TNaabUWCH9
— AC Sparta Prague (@ACSparta_EN) August 27, 2024