

Stuðningsmenn Chelsea tóku illa í ákvörðun Raheem Sterling og hans umboðsteymis í gær fyrir leik gegn Manchester City.
Fjölmargir stuðningsmenn Chelsea létu í sér heyra á samskiptamiðlum eftir að Sterling var ekki valinn í leikmannahóp gegn Manchester City.
Ákvörðunin kom mörgum á óvart og eru nú ágætis líkur á því að Englendingurinn sé að kveðja enska félagið í sumar.
Teymi Sterling gaf frá sér tilkynningu eftir liðsval þjáfarans Enzo Marezca og sagðist bíða eftir útskýringum á valinu.
Margir stuðningsmenn Chelsea vilja meina að Sterling sé með ákveðna stjörnustæla í þessu tilfelli og að hann eigi ekki öruggt sæti í leikmannahópnum sem og aðrir leikmenn.
,,Sterling ákvað að birta einhverja yfirlýsingu eftir að hafa verið ekki valinn í hópinn, eins og hann sé Cristiano Ronaldo,“ sagði einn stuðningsmaður.
Fleiri taka undir: ,,Þetta gerðist nokkrum mínútum eftir að hópurinn var tilkynntur. Þetta er eins og viðtalið við Romelu Lukaku. Hann hugsar um sig en ekki félagið.“
Framtíð Sterling er í mikilli óvissu þessa stundina en Chelsea tapaði leiknum gegn meisturunum í gær, 0-2.