

Romeo Lavia hefur útskýrt af hverju hann ákvað að semja við Chelsea í fyrra en hann kom til félagsins frá Southampton.
Miðjumaðurinn spilaði nánast ekkert síðasta vetur vegna meiðsla en vonast til að ná að sanna sig á komandi tímabili.
Liverpool sýndi Lavia einnig áhuga en hann hafnaði þeim rauðklæddu og hefur nú útskýrt afh verju.
Chelsea sýndi Lavia fyrst áhuga í september 2022 og náði loksins að klófesta þennan efnilega Belga í fyrra.
,,Þið hafið aldrei fengið að heyra mína hlið á þessu máli. Allt þetta tal er búið til af fjölmiðlum,“ sagði Lavia.
,,Þegar ég heyrði af áhuga Chelsea og það var löngu áður en allt fór í botn hjá félaginu, þetta var auðveld ákvörðun.“
,,Sumt sem ég hef lesið, ég ætla ekki að kalla neinn út en ég ákvað sjálfur að velja Chelsea. Liverpool hafði áhuga en ég vildi spila fyrir Chelsea.“
,,Ef þið horfið á þessi tvö lið þá er Chelsea það lið sem er á uppleið, jafnvel þó að úrslitin séu ekki jafn góð og hjá öðrum liðum, þú verður að horfa í heildarmyndina.“