Á þremur árum hefur Erik ten Hag keypt leikmenn af Ajax eða fyrrum leikmenn Ajax á 233 milljónir punda, allt eru þetta leikmenn sem hann þjálfaði hjá Ajax.
Lisandro Martinez og Antony komu fyrstir en þeir komu beint frá Ajax með Ten Hag.
Andre Onana var keyptur frá Inter síðasta sumar en hann lék undir stjórn Ten Hag hjá Ajax.
United staðfesti svo kaup á Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui frá FC Bayern í gær en báðir voru í Ajax hjá Ten Hag.