Matthijs de Ligt er orðinn leikmaður Manchester United en þetta var staðfest í kvöld.
Það er United sem staðfestir komu Hollendingsins sem var áður á mála hjá Bayern Munchen.
De Ligt átti misgóða tíma í Þýskalandi en hann var fyrir það hjá Juventus á Ítalíu og Ajax í heimlalandinu.
Erik ten Hag, stjóri United, vildi mikið fá landa sinn til félagsins en þeir þekkjast ansi vel.
Um er að ræða miðvörð sem verður að öllum líkindum byrjunarliðsmaður á komandi tímabili.