Fabio Carvalho er orðinn leikmaður Brentford en þetta staðfesti félagið í kvöld.
Um er að ræða efnilegan miðjumann sem kemur til félagsins frá Liverpool fyrir um 30 milljónir punda.
Carvalho virtist ekki vera inni í myndinni hjá Arne Slot sem tók við enska liðinu í sumar.
Carvalho kom til Liverpool fyrir tveimur árum frá Fulham og fær það síðarnefnda hluta af kaupverðinu.