Sergio Gomez, fyrrum samherji Cole Palmer, segir að nokkrir spænskir leikmenn séu í hefndarhug fyrir leik morgundagsins.
Um er að ræða úrslitaleik EM en Palmer mun að öllum líkindum byrja þann leik á varamannabekknum.
Gomez og Palmer þekkjast ágætlega en þeir voru um tíma saman hjá Manchester City.
Palmer fagnaði fyrir framan varamannabekk Spánverja í fyrra er U21 landslið Englands lagði U21 lið Spánar í úrslitaleik sem tryggði sigurinn.
Allt varð vitlaust eftir það mark sem varð til þess að þjálfari í enska liðinu, Ashley Cole, var rekinn af velli.
,,Hann hafði engan áhuga á að biðjast afsökunar annað en sumir leikmenn liðsins,“ sagði Gomez.
AS segir einnig að Spánverjar séu í hefndarhug gegn Palmer og að þónokkrir hafi ekki gleymt hans hegðun í leiknum.