Heimir Hallgrímsson er tekinn við landsliði Írlands en hann kemur til landsins eftir dvöl hjá Jamaíka.
Samband Heimis við knattspyrnusamband Jamaíka var ansi slæmt og var ákveðið að slíta samstarfinu.
Heimir er fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og gerði frábæra hluti þar áður en hann hélt til Katar og þjálfaði Al-Arabi.
Margir Bretar hafa gert grín að því að Heimir sé einnig tannlæknir að menntun og hefur sinnt því starfi af og til er hann er laus frá þjálfun.
Heimir er 57 ára gamall og hefur starfað sem þjálfari alveg frá árinu 1993 og var leikmaður í Vestmannaeyjum og á Egilsstöðum á sínum tíma.
,,Vonum að það verði betra að horfa á liðið en að láta rífa úr þér tennurnar,“ sagði einn á X eða Twitter.
Fleiri tjáðu sig: ,,Hann er bara að fylla inn í.“ – Sá þriðji segir: ,,Vonandi sýnir hann tennurnar í búningsklefanum.“