Það er klárt mál að vængmaðurinn Mykhailo Mudryk ætlar að sýna sig fyrir nýjum stjóra liðsins, Enzo Maresca.
Maresca tók við Chelsea í sumar en hann kom Leicester upp í efstu deild á síðustu leiktíð.
Mudryk hefur ekki staðist væntingar síðan hann kom frá Shakhtar í heimalandinu, Úkraínu, og spilaði svo á EM í sumar.
Mudryk hefði getað tekið sér töluvert lengra frí en ákvað að mæta til æfinga á fyrsta degi sem sendir jákvæð skilaboð.
Vængmaðurinn er ákveðinn í að gera betur á komandi tímabili en hann hefur skorað sjö mörk í 41 leik síðasta vetur.