fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Stjarnan mætti skælbrosandi til leiks eftir slagsmál í miðborginni – Var illa farinn og fötin rifin

433
Laugardaginn 6. júlí 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir og mögulega flestir sem kannast við nafnið Andy Carroll sem spilaði um tíma með bæði Liverpool og enska landsliðinu.

Carroll gerði garðinn frægan með Newcastle áður en hann var keyptur til Liverpool þar sem hlutirnir gengu ekki upp.

Carroll er í dag 35 ára gamall og hefur fengið leyfi til að æfa á ný með franska félaginu Amiens þar sem hann er samningsbundinn.

Englendingurinn kom sér í vesen á dögunum en hann var myndaður á skemmtistað í London þar sem slagsmál áttu sér stað.

Sagt er frá því að Carroll hafi lent í útistöðum við ónefndan aðila áður en öryggisverðir þurftu að aðskilja þá tvo.

Amiens virðist ekki ætla að refsa Carroll fyrir hegðunina og sást hann skælbrosandi á æfingasvæði félagsins á föstudaginn.

Carroll var kominn í glas er myndband náðist af honum fyrir utan skemmtistað og má sjá að bolur hans er rifinn eftir slagsmálin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eins og krakki á jólunum eftir fyrsta stóra titilinn – Fékk alvöru bjórsturtu á meðan hann tók upp

Eins og krakki á jólunum eftir fyrsta stóra titilinn – Fékk alvöru bjórsturtu á meðan hann tók upp
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gaf ljótt olnbogaskot en var ekki refsað: Enginn skilur neitt – Sjáðu myndbandið

Gaf ljótt olnbogaskot en var ekki refsað: Enginn skilur neitt – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Setti tíðindin af Aroni í samhengi – „Það er viðurkenning fyrir hann“

Setti tíðindin af Aroni í samhengi – „Það er viðurkenning fyrir hann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

2. deild: Tvö lið með fullt hús – Grótta í vandræðum

2. deild: Tvö lið með fullt hús – Grótta í vandræðum