fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433

Besta deild kvenna: Góðir sigrar Tindastóls og Þróttar – Þór/KA vann Fylki

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. júní 2024 19:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum er lokið það sem af er kvöldi í Bestu deild kvenna.

Þróttur vann mikilvægan sigur á Stjörnunni þar sem Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði eina mark leiksins.

Þróttur er þar með með 7 stig í tíunda sæti, sæti á eftir Stjörnunni sem er með 2 stigum meira.

Þór/KA tók þá á móti Fylki. Hildur Anna Birgisdóttir kom heimak0num yfir um miðjan fyrri hálfleik en skömmu fyrir hlé jafnaði Guðrún Karítas Sigurðardóttir. Akureyringar kláruðu þó dæmið í seinni hálfleik með mörkum Huldu Bjargar Hannesdóttur og Lara Ivanusa. Lokatölur 3-1.

Þór/KA er í þriðja sæti með 21 stig, 3 stigum frá toppliði Breiðabliks. Fylkir er á botni deildarinnar með 5 stig.

Tindastóll vann þá öflugan útisigur á Keflavík. Jordyn Rhodes gerði bæði mörk liðsins sem er nú með 10 stig í sjötta sæti. Keflavík er í næstneðsta sæti með 6 stig.

Markaskorarar af Fótbolta.net

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze
433Sport
Í gær

Hár verðmiði og áhugi erlends risa gerir þeim erfitt fyrir

Hár verðmiði og áhugi erlends risa gerir þeim erfitt fyrir