Þremur leikjum er lokið það sem af er kvöldi í Bestu deild kvenna.
Þróttur vann mikilvægan sigur á Stjörnunni þar sem Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði eina mark leiksins.
Þróttur er þar með með 7 stig í tíunda sæti, sæti á eftir Stjörnunni sem er með 2 stigum meira.
Þór/KA tók þá á móti Fylki. Hildur Anna Birgisdóttir kom heimak0num yfir um miðjan fyrri hálfleik en skömmu fyrir hlé jafnaði Guðrún Karítas Sigurðardóttir. Akureyringar kláruðu þó dæmið í seinni hálfleik með mörkum Huldu Bjargar Hannesdóttur og Lara Ivanusa. Lokatölur 3-1.
Þór/KA er í þriðja sæti með 21 stig, 3 stigum frá toppliði Breiðabliks. Fylkir er á botni deildarinnar með 5 stig.
Tindastóll vann þá öflugan útisigur á Keflavík. Jordyn Rhodes gerði bæði mörk liðsins sem er nú með 10 stig í sjötta sæti. Keflavík er í næstneðsta sæti með 6 stig.
Markaskorarar af Fótbolta.net