Chelsea hefur hafið viðræður við Atletico Madrid með það fyrir augum að kaupa framherjann Samu Omorodion.
Omorodion er tvítugur spænskur framherji sem hefur vakið athygli en Atletico er sagt fara fram á 60 milljónir evra.
Omorodion hefur aldrei spilað fyrir aðallið Atletico en var á láni hjá Alaves á liðnu tímabili og gerði vel.
Chelsea er einnig í viðræðum við Aston Villa um kaup á Jhon Duran en þær viðræður eru komnar langt.
Chelsea vill styrkja sóknarlínu sína og eru þetta fyrstu mennirnir sem félagið reynir að kaupa
Chelsea have held talks over a possible move for Atletico Madrid striker Samu Omorodion – also still negotiating with Aston Villa's Jhon Duran and remain interested in others. Story soon on @TeleFootball #cfc
— Matt Law (@Matt_Law_DT) June 18, 2024