Arne Slot þjálfari Liverpool er að koma sér í stellingar en í gær var það opinberað hvernig leikirnir verða en Liverpool byrjar á útileik gegn Ipswich.
Leikurinn verður í hádegi á laugardegi en sá leiktími var eitthvað sem Jurgen Klopp forveri hans þoldi ekki.
Klopp var duglegur að láta í sér heyra og fannst óeðliegt hversu oft Liverpool spilaði í hádeginu á laugardögum.
„Ég vil vera á þessum fundum þegar þeir setja leikinn okkar í hádeginu, það fara allir að hlæja,“ sagði Klopp á sínum tíma.
Klopp sagðist hafa fundað með sjónvarpsstöðvunum um málið en fékk engu breytt. Það er spurning hvernig Slot tekur í þetta.