Lionel Messi var í nýju viðtali spurður að því hvaða leikmann hann hafi oftast orðið pirraður á á ferlinum. Þar nefndi hann fyrrum liðsfélaga.
Messi, sem er í dag hjá Inter Miami í Bandaríkjunum, spilaði auðvitað lengst af með Barcelona og þar var leikmaður sem hann spilaði oft við þar, Sergio Ramos hjá Real Madrid sem fór iðulega mest í taugarnar á honum.
„Við Sergio Ramos tókumst mikið á. Ég varð oftast reiður út í hann,“ sagði Messi.
Þeir spiluðu þó saman hjá Paris Saint-Germain síðar á ferlinum.
„Við urðum svo liðsfélagar en slagirnir á Spáni voru svakalegir. Við rifum alltaf í hvorn annan,“ sagði Messi enn fremur.