England mun aldrei vinna stórmót með Jordan Pickford í markinu að sögn Dietmar Hamann.
Hamann er fyrrum leikmaður Liverpool en Pickford spilar með Everton og hefur lengi verið aðalmarkvörður Englands.
Ljóst er að Pickford er aðalmarkvörður Englands á lokamóti EM í sumar.
,,Það sem ég hef áhyggjur af er Jordan Pickford,“ sagði Hamann í samtali við In The Zone.
,,Í móti sem þú gætir spilað allt að sjö leiki þá lendirðu í vandræðum, þú þarft markvörð sem róar liðsfélagana niður.“
,,Pickford gerir andstæðuna við það og það er ástæðan fyrir þessari áhyggju og spurningamerki. Ég held að England muni aldrei vinna stóran titil með Pickford í markinu.“