fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Bellingham skaut á gagnrýnendur Trent – ,,Veit að fólk bullar mikið“

Victor Pálsson
Mánudaginn 17. júní 2024 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jude Bellingham hefur skotið á gagnrýnendur landa síns Trent Alexander Arnold en þeir leika báðir með Englandi.

Báðir leikmenn byrjuðu í gær er England vann lið Serbíu 1-0 í opnunarleik sínum á EM í Þýskalandi.

Trent er byrjaður að reyna fyrir sér á miðjunni en hann er þekktastur fyrir það að vera bakvörður Liverpool.

Margir gagnrýndu það að Trent myndi byrja á miðjuinni í leik gærdagsins en Bellingham hefur svarað fyrir félaga sinn.

,,Hann gerir mér svo auðvelt fyrir því hann stjórnar leiknum svo vel í þessari stöðu,“ sagði Bellingham.

,,Ég veit að fólk bullar mikið en hann er svo aggressívur sem hefur hjálpað mér mikið. Við skiljum hvorn annan mjög vel með boltann, hann vill alltaf horfa fram á við.“

,,Að mínu mati var hann stórkostlegur í leiknum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum