fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Kominn aftur heim eftir að félagið tryggði sér sæti í efstu deild

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. júní 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adam Lallana, fyrrum leikmaður Liverpool og Brighton, er búinn að skrifa undir hjá uppeldisfélagi sínu Southampton.

Lallana gerði garðinn frægan sem leikmaður Southampton en hann spilaði með liðinu frá 2000 til 2014.

Eftir það var Englendingurinn keyptur til Liverpool og hélt síðar til Brighton þar sem hann lék undanfarin fjögur ár.

Lallana er sóknarsinnaður miðjumaður en er 36 ára gamall í dag og er á síðustu metrunum í boltanum.

Hann á að baki 34 landsleiki fyrir England og tókst að skora í þeim þrjú mörk.

Southampton leikur í ensku úrvalsdeildinni í vetur en liðið komst upp í gegnum umspil Championship deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar