fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Viðar Örn ómyrkur í máli – „Þetta er ekki svaravert“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. júní 2024 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Örn Kjartansson, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður KA, ætlar að leggja hart að sér til að fá að spila næstu leiki liðsins. Hann ræddi við Fótbolta.net.

Viðar hefur mikið verið í umræðunni frá því hann gekk í raðir KA fyrir tímabil. Hann hefur verið inn og út úr liðinu og ekki enn byrjað deildarleik. Hann var ekki í hóp í sigri gegn Fram í bikarnum í gær og eftir leik sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari liðsins, að hann væri ekki að standa sig nógu vel á æfingum.

„Byrjunin í deildinni var slæm, ég kem ekki í góðu standi og ofan á það það var ég langt frá því að vera heill. Ég æfi vel og ég legg bara ennþá harðar að mér núna til þess að spila næstu leiki. Það tók lengri tíma en ég ætlaði mér að komast í form, ég myndi segja að það væri að koma núna, loksins. Haddi vill bara meira frá mér og þá mun ég leggja enn harðar af mér,“ segir Viðar við Fótbolta.net.

Meira
Kallar eftir ákvörðun í kjölfar þrálátrar umræðu um Viðar Örn – „Það er fíll í herberginu“

Einhver umræða hefur skapast í fótboltaheiminum um mætingu Viðars á æfingar KA og var hann spurður að því í viðtalinu hvort hann hafi misst af æfingu eða æfingum.

„Þetta er ekki svaravert og ég lít á þetta sem aðför,“ sagði Viðar þá, ómyrkur í máli.

Í dag sagði 433.is frá riftunarákvæði í samningi Viðars við KA sem tekur gildi í júlí. Hann var spurður út í þetta.

„Þegar ég fékk það tækifæri að fara í KA og skrifaði þar undir þá sagði ég að markmiðið væri að koma mér í form, skora fullt af mörkum og planið var að fara út aftur um sumarið. Spila aftur í útlöndum og klára minn atvinnumannaferil á góðum nótum. Ég var mun lengur í form heldur en ég bjóst við. Að mínu frumkvæði tókum við þá ákvörðun að ég ætti kost á því að fara út, sem mér finnst mjög eðlilegt fyrir þá leikmenn sem hafa áhuga á því að spila erlendis. Þetta er orðið svolítið þreytt hvernig þetta er sett upp allt saman,“ sagði Viðar.

Meira
Bæði KA og Viðar geta rift samningi í næsta mánuði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sheik Jassim gæti komið að borðinu og reynt að kaupa United aftur

Sheik Jassim gæti komið að borðinu og reynt að kaupa United aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Barnaperri dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga karlmanni

Barnaperri dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga karlmanni