Elfa Björk, sparkspekingur hefur tekið saman mínútur sem ungir leikmenn fá í Bestu deild karla þetta sumarið. Þar kemur margt áhugavert fram.
Elfa er með afar áhugaverða X-síðu þar sem hún er reglulega að taka fram tölfræði og staðreyndir tengdar því.
Athygli vekur að ungir leikmenn fá minnst að spila í Breiðablik, félagið sem hefur í mörg ár verið með eitt öflugasta unglingastarf landsins.
Og m.v. þá flokkun eiga þessir leikmenn flestar mínútur: pic.twitter.com/rkFTZP2i3q
— Elfa Björk (@ElfaBSig) June 12, 2024
Elfa miðar við leikmenn sem eru gjaldgengir í U21 árs landsliðið en þeir fá flest tækifæri í Garðabæ ef miðað er við spilaðar mínútur í sumar.
Á Akranesi og í Árbæ fá ungir menn einnig traustið eins og sést í töflunni hér að neðan.