fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Hefur þetta að segja um leikmann Englands eftir tapið gegn Íslandi – „Fannst hann einn mesti vesalingurinn“

433
Fimmtudaginn 13. júní 2024 12:30

Cole Palmer í baráttunni við Hákon Arnar Haraldsson. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is hituðu þeir Helgi Fannar Sigurðsson, Hörður Snævar Jónsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson vel upp fyrir EM í Þýskalandi, sem hefst á morgun. Nú er komið að C-riðli. Þar eru England, Danmörk, Slóvenía og Serbía.

Eins og oft áður eru allra augu á enska liðinu og margir hér á landi sem halda með þeim. Það er pressa á þeim að vinna mótið.

„Þeir eiga bara að vinna Serbíu og Slóveníu. Danir geta alveg strítt þeim í einum leik. Danir eru með marga fína leikmenn en ekki marga sem eru að spila á hæsta stigi. Þetta er lið fullt af millistjórnendum. Enska liðið á bara að vinna þennan riðil, punktur,“ sagði Hörður.

video
play-sharp-fill

„Ég vel John Stones sem lykilmanninn af því hann þarf að binda hjartað saman. Svo tók ég Cole Palmer sem „gaman að fylgjast með“ eftir þetta tímabil hjá Chelsea. En mér fannst hann einn mesti vesalingurinn í þessum leik á móti okkur. Að horfa á hann, hann er svo lítill íþróttamaður í útliti.“

Í spilaranum er ítarlega rætt um riðilinn og öll liðin í honum.

Slóvenía
Lykilmaðurinn – Jan Oblak
Gaman að fylgjast með – Benjamin Sesko

Sesko er spennandi leikmaður. Getty Images

Danmörk
Lykilmaðurinn – Simon Kjær
Gaman að fylgjast með – Rasmus Hojlund

Hvað gerir Hojlund á EM? Getty Images

Serbía
Lykilmaðurinn – Dušan Vlahović
Gaman að fylgjast með – Aleksandar Mitrović

Dusan Vlahovic / Getty Images

England
Lykilmaðurinn – John Stones
Gaman að fylgjast með – Cole Palmer

John Stones þarf að binda saman ensku vörnina. Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Í gær

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi
433Sport
Í gær

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
Hide picture