fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Baunar á stjórstjörnuna og lét allt flakka: Skítlélegt hugarfar – ,,Reiður þegar ég sé hann í búningnum með banana“

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. júní 2024 12:00

Mbappe og Neymar ásamt Lewis Hamilton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jerome Rothen, fyrrum landsliðsmaður Frakklands og leikmaður Paris Saint-Germain, er enginn aðdáandi Kylian Mbappe og hefur oft gagnrýnt stórstjörnuna opinberlega.

Rothen hefur sjaldan verið jafn pirraður út í Mbappe og í dag en framherjinn hefur gert samning við Real Madrid og kveður frönsku höfuðborgina.

Mbappe sýndi lítinn lit undir lok síðasta tímabils sem leikmaður PSG en skemmti sér konunglega í 3-0 sigri gegn Lúxemborg með franska landsliðinu í vikunni.

Það fór virkilega í taugarnar á Rothen sem hikaði ekki við að skjóta föstum skotum á einn besta leikmann heims.

,,Það sem við sáum í leiknum gegn Lúxemborg er eitthvað sem við sáum ekki yfir allt tímabilið hjá PSG. Hvernig hann brosir og samræðurnar við stuðningsmenn, það er fótbolti,“ sagði Rothen.

,,Í heila fimm mánuði þegar Kylian gerir ekki nóg þá er það ekki vandamál þjálfarans, leiðtogans, forsetans eða stuðningsmanna. Þetta snýst um virðingu.“

,,Þegar þú setur sjálfan þig í flokk bestu leikmanna heims þá þarftu að vera með hugarfarið sem fylgir því. Þú þarft að berjast fyrir liðsfélagana, fyrir landið og fyrir félagið.“

,,Að mínu mati þá sveik hann okkur. Þetta tímabil var stórslys alveg frá byrjun. Ég er mjög reiður út í hann því þegar ég sé hann í franska landsliðsbúningnum með banana, það er ekki rétt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“