Sky Sports heldur því fram að sex lið í ensku úrvalsdeildinni verði að selja leikmenn nú áður en júní er á enda til að komast í gegnum reglur deildarinnar um fjármál.
Um er að ræða Chelsea, Aston Villa, Newcastle, Everton, Nottingham Forest og Leicester.
Félögin þurfa að selja leikmenn til að ná inn peningum svo rekstrarárið sem er á enda í lok mánaða sé réttu megin við strikið.
Enska deildin hefur verið að taka fast á þessum málum og voru stig tekin af Everton og Nottingham á liðnu tímabili.
Ekki er öruggt að öll liðin nái að selja leikmenn til að komast réttu megin við núllið en fróðlegt verður að sjá hvað gerist á næstu vikum.