fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Einkunnir Íslands eftir magnaðan sigur á Englandi í London – Hákon Arnar bestur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. júní 2024 20:38

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið í knattspyrnu vann frækinn sigur á Englandi í vináttulandsleik á Wembley í kvöld. Sigurinn kom flestum í opna skjöldu.

Enska liðið stillti upp mjög sterku liði enda var þetta síðasti æfingaleikur liðsins fyrir Evrópumótið í Þýskalandi sem hefst í næstu viku.

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Hann keyrði þá á John Stones varnarmann Englands og setti boltann í gegnum klof hans og þaðan í markið. Aaron Ramsdale stóð í markinu og átti ekki séns.

Íslenska liðið varðist virkilega vel í leiknum og skipulag liðsins hélt vel, enska liðið virtist stundum ekki vilja keyra í hlutina af fullum krafti af ótta við meiðsli fyrir EM. Það nýtti íslenska liðið sér.

Hér eru einkunnir landsliðsmanna að mati 433.is.

Byrjunarlið Íslands:

Hákon Rafn Valdimarsson 8
Frábær og öruggur í öllum aðgerðum, ljóst að hann á orðið stöðuna og enginn getur ógnað henni

Bjarki Steinn Bjarkason 7
Kom skemmtilega óvart inn í byrjunarliðið, var í smá brasi í byrjun en vann sig vel inn.

Sverrir Ingi Ingason 8
Virkilega góður leikur hjá Sverri sem er svo yfirburða besti miðvörður íslenska landsliðsins

Getty Images

Daníel Leó Grétarsson 8
Daníel hefur notið þess að fá traustið frá Age Hareide og nýtt það mjög vel. Öflugur í kvöld.

Kolbeinn Birgir Finnsson 8
Virkilega öflug frammistaða Kolbeins, hans besta frammistaða varnarlega í íslenskum búningi.

Mikael Neville Anderson (´64) 7
Gerði virkilega vel í öllum varnarleik og studdi vel við bakið á Bjarka Steini, komst lítt áleiðis sóknarlega.

Jóhann Berg Guðmundsson (´83) 8
Varðist vel og hélt skipulagi liðsins, er að þróast í mikinn leiðtoga á miðsvæðinu.

Arnór Ingvi Traustason 8
Hljóp allar mínútur leiksins og varðist vel, er orðinn lykilmaður í því sem Hareide vill gera.

Getty Images

Jón Dagur Þorsteinsson 8
Gerði frábærlega í að taka markið sitt í fyrri hálfleik og var óheppin að skora ekki tvö, rann á rassinn í dauðafæri í seinni hálfleik

Hákon Arnar Haraldsson (´83) 9 – Maður leiksins
Mest skapandi leikmaður liðsins fram á við og varnarlega var Hákon einnig virkilega góður. Vonarstjarna liðsins fyrir næstu ár og er að taka við lyklunum að liðinu.

Andri Lucas Guðjohnsen 7
Fékk auðvitað úr litlu að moða en virðist vera orðinn fyrsti kostur Hareide í fremstu víglínu og það er auðvelt að skilja það, stór, sterkur og heldur bolta vel. Getur ógnað markinu.

Varamenn:

Stefán Teitur Þórðarson (´64) 6
Komst ágætlega inn í hlutina á þeim rúmu 25 mínútum sem hann spilaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gómaður sex sinnum á tveimur mánuðum fyrir of hraðan akstur – Fékk væna sekt og missir prófið

Gómaður sex sinnum á tveimur mánuðum fyrir of hraðan akstur – Fékk væna sekt og missir prófið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur
433Sport
Í gær

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða
433Sport
Í gær

Glódís er leikfær

Glódís er leikfær