Tottenham hefur staðfest að þeir Japhet Tanganga, Ryan Sessegnon, Eric Dier og Ivan Perisic fari allir frítt frá félaginu í sumar.
Allir voru þeir lánaðir á þessari leiktíð og var ákveðið að þeir færu þegar samningar þeirra yrðu á enda.
Dier var á láni hjá FC Bayern seinni hluta tímabils og mun gera nýjan samning við félagið.
Perisic var lánaður heim til Króatíu eftir erfið meiðsli en hann hefur náð sér og verður á EM í sumar.
Flest lið á Englandi eru að tilkynna núna hvaða leikmenn fá ekki boð um nýja samninga og geta farið frítt.