fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Stelpurnar okkar með gríðarlega mikilvægan sigur á Austurríki

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. júní 2024 21:22

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á því austurríska í undankeppni EM í kvöld.

Hlín Eiríksdóttir kom Íslandi yfir á 17. mínútu eftir glæsilega sókn. Það virtist ætla að verða eina mark fyrri hálfleiks en þá jafnaði Eileen Campbell fyrir Austurríki. Staðan í hálfleik 1-1.

Stelpurnar okkar komu hins vegar af krafti inn í seinni hálfleik með vindinn í bakið. Liðið uppskar á 70. mínútu þegar Hildur Antonsdóttir skoraði með glæsilegum skalla.

Meira var ekki skorað og lokatölur á Laugardalsvelli 2-1.

Ísland er í öðru sæti riðilsins með 7 stig eftir fjóra leiki. Austurríki er í þriðja sæti með 4 stig. Í riðlinum eru einnig Þjóðverjar, sem eru á toppnum með fullt hús og Pólverjar, sem eru á botninum án stiga.

Tvö efstu lið riðilsins fara beint á EM en hin tvö í umspil. Ísland á eftir að mæta Póllandi og Þýskalandi en er í sterkri stöðu eftir sigur kvöldsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys
433Sport
Í gær

Varpar fram kenningu um hvers vegna Salah gerði allt vitlaust – „Ég á rosalega bágt með að sjá það“

Varpar fram kenningu um hvers vegna Salah gerði allt vitlaust – „Ég á rosalega bágt með að sjá það“
433Sport
Í gær

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag
433Sport
Í gær

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð