Kylian Mbappe gekk formlega í raðir Real MAdrid í gær en um var að ræða verst geymda leyndarmál í fótboltanum. Mbappe mun klæðast treyju númer 9 til að byrja með.
Real Madrid vann Meistaradeild Evrópu á laugardag og strax eftir fögnuðinn tilkynnir félagið um Mbappe.
Mbappe er einn besti leikmaður í heimi og ljóst að koma hans styrkir lið Real Madrid verulega.
Í fréttum á Spáni segir að hann fari í treyju númer 9 sem Karim Benzema notaði áður en enginn tók á þessu tímabili.
Þar segir einnig að Mbappe bíði eftir því að Luka Modric hætti svo hann geti fengið treyju númer 10.
Mbappe elska 10-una og vill helst fara í þá treyju en bíður eftir því að hinn magnaði Modric yfirgefi félagið.