fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Grét er hann sá foreldra sína í gær: Stærsta stund ævinnar – ,,Ég er orðlaus“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. júní 2024 09:30

Jobe lengst til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jude Bellingham brast í grát í gær eftir að Real Madrid vann Meistaradeildina í sjötta sinn á tíu árum.

Bellingham var að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn en hann var áður leikmaður Dortmund en kvaddi félagið í fyrra.

Englendingurinn var nokkuð rólegur eftir lokaflautið þar til hann sá foreldra sína grátandi í stúkunni sem varð til þess að hann felldi tár.

,,Mig dreymdi alltaf um að spila í þessum leikjum, þú gengur í gegnum lífið og það eru svo margir sem segja að þú getir ekki gert þetta eða hitt,“ sagði Bellingham.

,,Dagurinn í dag minnir þig á af hverju þú getur afrekað það sem þú ætlar þér. Þetta verður erfitt á tímum og þú veltir því fyrir þér hvort það sé þess virði. Svona kvöld eru þess virði.“

,,Ég var í lagi þar til ég sá andlit mömmu og pabba. Kvöldin sem þau hefðu getað verið heima klukkan 11 eða 12 en þau lögðu sitt af mörkum til að keyra mig í fótbolta. Litli bróðir minn er hér líka og ég reyni að vera góð fyrirmynd fyrir hann.“

,,Ég er orðlaus, þetta er besta augnablik ævi minnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United getur keypt hann á 15 milljónir punda – Real Madrid tilbúið að borga 50 milljónir punda

United getur keypt hann á 15 milljónir punda – Real Madrid tilbúið að borga 50 milljónir punda
433Sport
Í gær

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“
433Sport
Í gær

Arsenal fær 1,5 milljarð í sumar

Arsenal fær 1,5 milljarð í sumar
433Sport
Í gær

Magnað gengi Vestra heldur áfram – Hentu Íslandsmeisturunum úr leik á útivelli

Magnað gengi Vestra heldur áfram – Hentu Íslandsmeisturunum úr leik á útivelli
433Sport
Í gær

Ótrúlegt að enginn hafi látið lífið í kvöld – Sjáðu atvikið þegar ökumaður reyndi að keyra niður hóp fólks

Ótrúlegt að enginn hafi látið lífið í kvöld – Sjáðu atvikið þegar ökumaður reyndi að keyra niður hóp fólks