Federico Valverde er nýja áttan hjá Real Madrid en hann tekur við þessu númeri af goðsögninni Toni Kroos.
Þetta var staðfest í gær eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Kroos er á förum frá Real í sumar.
Kroos hefur gefið það út að hann sé hættur í fótbolta en ætlar þó að spila með Þýskalandi á EM í sumar.
,,Ég elska treyjunúmerið 15, það var minn draumur að fá þetta núm er hjá Real en jú.. Það mun breytast eftir tvo mánuði,“ sagði Valverde.
,,Við skulum segja að þessi kafli hafi endað ansi vel!“