fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Átta árum seinna situr Rooney í eldhúsinu heima hjá sér og ræðir tapið gegn Íslandi – Sjáðu hvað hann hefur að segja

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 30. maí 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville tók ítarlegt viðtal við Wwayne Rooney fyrrum fyrirliða Englands sem birtist í dag. Eitt af því sem þeir fara ítarlega yfir er leikur Íslands og Englands á EM 2016.

Neville var þá aðstoðarþjálfari liðsins en Rooney var stjarna liðsins. „Ég hugsa ekki um margt á ferli sínum en eitt af því sem kemur upp í huga minn reglulega er leikurinn gegn Íslandi, aðallega fyrir Roy og þjóðin. Síðasti leikur Roy,“ segir Gary Neville og á þar við um Roy Hodgson sem var þjálfari enska liðsins.

Rooney segir að stemmingin eftir leik hafi verið skrýtin. „Þetta var skrýtið eftir leik og Roy sagðist vera hættur, hann sagðist ekki ætla að ræða við fjölmiðlana. Hann gerði það.“

Neville talaði um að þetta væri einn af lágpunktum á ferli hans. „Ég hef aldrei verið hluti af leik svona áður,“ sagði Rooney.

„Síðustu tuttugu mínúturnar voru skrýtnar, við vorum með ungt lið og spiluðum barnarlega. Við höfum oft rætt það um að færa boltann, fá fyrirgjafir og vinna bolta númer tvö. Við vorum að henda mönnum fram of fljótt, taka skot heimskulega. VIð fórum á taugum, þeir voru með tvær fjögurra eða fimm manna línur. Ég hafði enga trú á því að við myndum skora undir restina.“

Neville segir að stemmingin í Nice hafi verið sérstök. „Það var skrýtin stemming á vellinum,“ sagði Neville og Rooney tók til máls.

„ÞÚ átt að vinna Ísland, við spiluðum frábærlega í leikjunum á undan. Þú sast í klefanum eftir leik og vissir ekkert,“ sagði Rooney.

Hann segir að það hafi verið hræðilegt að lenda undir gegn Íslandi, þeir hafa spilað svo agaðan varnarleik.

„Við skoruðum úr vítinu, þeir fengu innköst og föst leikatriði. Svo jafna þeir og komast svo í 2-1, þá ertu að elta leikinn. Þeir voru versta liðið á mótinu að lenda undir gegn, svipaðir og Grikkir árið 2004,“ sagði Rooney.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“