fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433

Kenna fræðin nú á ensku

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 27. maí 2024 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr á þessu ári ákvað KSÍ að mæta þeirri auknu þörf að bjóða upp á þjálfaranámskeið á ensku fyrir þjálfara af erlendu bergi. Hér á landi er tiltölulega stór hópur þjálfara sem er ekki með íslensku að móðurmáli en hefur áhuga á að hefja þjálfaranám og taka næstu skref á sínum þjálfaraferli hér á landi. Námskeiðið var einnig opið Íslendingum sem höfðu áhuga.

Fyrstu helgina í apríl var haldið fyrsta KSÍ C 1 þjálfaranámskeiðið á ensku. Á það námskeið mættu 13 aðilar, hvaðanæva að úr heiminum. Ekki var að sjá og heyra annað en að þátttakendur hafi haft gaman af og ánægja var með námskeiðið. KSÍ C 2 þjálfaranámskeið var svo haldið 19.-21. apríl þar sem 14 þátttakendur mættu til leiks. KSÍ C þjálfaragráðan samanstendur af KSÍ C 1 þjálfaranámskeiði, KSÍ C 2 þjálfaranámskeiði og verkefnavinnu. Þessir aðilar munu því, að öllum líkindum, útskrifast með KSÍ C / UEFA C þjálfaragráðu á næstu vikum.

Stefnt er að því að hafa aðra KSÍ C / UEFA C þjálfaragráðu á ensku á vorönn 2025 og vonandi verður þetta að árlegum viðburði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth