Alex Le Tissier sem er fyrirsæta og áhrifavaldur í Bretlandi leyfði enskum blöðum að sjá skilaboð frá stjörnu í ensku úrvalsdeildinni sem hún hafði spjallað við.
Alex er fósturdóttir Matt Le Tissier sem átti frábæran feril sem leikmaður Southampton.
Alex segir frá því að eftir að hafa spjallað við leikmanninn hafi hann ráðlagt henni að grennast.
„Ég vil ekki gera þig leiða en ef þú missir nokkur kíló þá verður þú 10 af 10. Ég get gefið þér ráð, hefur þú áhuga á því?,“ sagði í skilaboðunum sem Daily Star fékk að sjá.
„Ef þú gerir það hefði ég áhuga á þér, þá myndi ég 100 prósent sofa hjá þér,“ sagði svo einnig.
Alex blokkaði manninn en sendi honum fyrst skilaboð. „Hver í andskotanum heldur þú að þú sért?,“ sagði Alex.
Við Daily Star segir hún að þetta hafi verið erfitt að sjá. „Ég fæ svo mörg ljót skilaboð, hann hélt að hann væri að gera mér greiða. Þetta er svo ömurlegur heimur í dag þar sem allt snýst um útlit og líkama,“ segir Alex.