fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Lögfræðingur KSÍ tjáir sig um mál Alberts – „Það er háð túlk­un hvenær mál telj­ast vera til meðferðar eða ekki“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. maí 2024 18:30

Albert Guðmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær varð ljóst að Albert Guðmundsson yrði ekki í landsliðshópi Íslands fyrir komandi vináttuleiki gegn Englandi og Hollandi. Age Hareide landsliðsþjálfari mátti ekki velja hann samkvæmt reglum KSÍ.

Málið var til umfjöllunar á mbl.is í dag en þar kemur fram að fjarvera Alberts helg­ist af þröngri túlk­un á óskýr­um regl­um KSÍ um það hvenær mál eru til meðferðar hjá lög­reglu eða ákæru­valdi.

Albert var kærður á síðasta ári fyrir kynferðisbrot en eftir rannsókn var málið fellt niður. Litlar sem engar líkur voru taldar á sakfellingu. Niðurfellingin var hins vegar kærð og því mátti Hareide ekki velja Albert í hóp sinn fyrir komandi leiki.

Meira
Age Hareide var bannað að velja Albert í landsliðshópinn

Eftir því sem fram kemur í frétt mbl.is er Al­bert hins vegar laus allra mála í skilningi laganna, jafn­vel þó niðurstaðan hafi verið kærð.

„Það er háð túlk­un hvenær mál telj­ast vera til meðferðar eða ekki. Ég er fullmeðvitaður um það að strangt til tekið telja marg­ir málið ekki leng­ur til meðferðar jafn­vel þó niður­fell­ing hafi verið kærð. En sum­ir telja hins veg­ar að málið sé enn til meðferðar hjá viðkom­andi,“ seg­ir Hauk­ur Hinriks­son, yf­ir­lög­fræðing­ur KSÍ, við mbl.is.

Hann segir jafnframt að ákvörðunin um að Hareide fái ekki að velja Albert byggi á viðbragðsáætl­un sem samþykkt var af stjórn KSÍ fyr­ir tveim­ur árum.

Haukur segir þá að reglur sem KSÍ styðst við sæti endurskoðun en þær er á borði starfshóps innan KSÍ. All­ir innan þess hóps standi utan sambandsins. Niðurstöður starfshópsins verða svo teknar fyrir á stjórnarfundi KSÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorsteinn eftir tapið: ,,Vorum ekki nógu góð til að klára þennan leik“

Þorsteinn eftir tapið: ,,Vorum ekki nógu góð til að klára þennan leik“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mourinho tjáir sig um Jota: ,,Alltaf hluti af fjölskyldunni á Anfield“

Mourinho tjáir sig um Jota: ,,Alltaf hluti af fjölskyldunni á Anfield“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea