fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Lögfræðingur KSÍ tjáir sig um mál Alberts – „Það er háð túlk­un hvenær mál telj­ast vera til meðferðar eða ekki“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. maí 2024 18:30

Albert Guðmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær varð ljóst að Albert Guðmundsson yrði ekki í landsliðshópi Íslands fyrir komandi vináttuleiki gegn Englandi og Hollandi. Age Hareide landsliðsþjálfari mátti ekki velja hann samkvæmt reglum KSÍ.

Málið var til umfjöllunar á mbl.is í dag en þar kemur fram að fjarvera Alberts helg­ist af þröngri túlk­un á óskýr­um regl­um KSÍ um það hvenær mál eru til meðferðar hjá lög­reglu eða ákæru­valdi.

Albert var kærður á síðasta ári fyrir kynferðisbrot en eftir rannsókn var málið fellt niður. Litlar sem engar líkur voru taldar á sakfellingu. Niðurfellingin var hins vegar kærð og því mátti Hareide ekki velja Albert í hóp sinn fyrir komandi leiki.

Meira
Age Hareide var bannað að velja Albert í landsliðshópinn

Eftir því sem fram kemur í frétt mbl.is er Al­bert hins vegar laus allra mála í skilningi laganna, jafn­vel þó niðurstaðan hafi verið kærð.

„Það er háð túlk­un hvenær mál telj­ast vera til meðferðar eða ekki. Ég er fullmeðvitaður um það að strangt til tekið telja marg­ir málið ekki leng­ur til meðferðar jafn­vel þó niður­fell­ing hafi verið kærð. En sum­ir telja hins veg­ar að málið sé enn til meðferðar hjá viðkom­andi,“ seg­ir Hauk­ur Hinriks­son, yf­ir­lög­fræðing­ur KSÍ, við mbl.is.

Hann segir jafnframt að ákvörðunin um að Hareide fái ekki að velja Albert byggi á viðbragðsáætl­un sem samþykkt var af stjórn KSÍ fyr­ir tveim­ur árum.

Haukur segir þá að reglur sem KSÍ styðst við sæti endurskoðun en þær er á borði starfshóps innan KSÍ. All­ir innan þess hóps standi utan sambandsins. Niðurstöður starfshópsins verða svo teknar fyrir á stjórnarfundi KSÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard
433Sport
Í gær

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu