fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
433Sport

Age Hareide var bannað að velja Albert í landsliðshópinn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. maí 2024 11:07

Albert Guðmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands mátti ekki velja Albert Guðmundsson í landsliðshóp sinn fyrir leikina gegn Englandi og Hollandi sem eru í júní.

Ástæðan er að niðurfelling á máli gegn Alberti var kærð á dögunum, reglur KSÍ banna þar með Hareide að velja Albert.

Albert var kærður á síðasta ári fyrir kynferðisbrot en eftir rannsókn var málið fellt niður, litlar sem engar líkur voru taldar á sakfellingar.

„Það eru leikmenn sem ég vildi velja, vegna meiðsla þá varð ég að sleppa einum. Vegna regluverksins sem KSÍ er með þá má ég ekki velja leikmann,“ sagði Hareide.

„Það er Albert,“ bætti sá norski við en konan sem kærði Albert, kærði niðurfellingu málsins.

Niðurfelling málsins var kærð þegar Albert var mættur í landsleiki Íslands í mars þar sem hann var magnaður í sigri á Ísrael og skoraði svo eina mark liðsins í tapi gegn Úkraínu.

Hann minntist svo á að líklegt væri að Albert væri að skipta um félag og líklega væri hausinn á honum þar. „Við hefðum átt spjall um það, reglurnar hjá KSÍ eru á hreinu,“ sagði Hareide en Albert hefur verið frábær með Genoa á Ítalíu í vetur og er líklega á förum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Theodór Elmar meiddist á æfingu og bíður þess að komast í myndatöku – „Þá klárar maður bara ferilinn ári fyrr en planið var“

Theodór Elmar meiddist á æfingu og bíður þess að komast í myndatöku – „Þá klárar maður bara ferilinn ári fyrr en planið var“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kristján Óli lét gamminn geisa en fékk svar frá formanninum – „Þetta gæti orðið ófyrirgefanlegt“

Kristján Óli lét gamminn geisa en fékk svar frá formanninum – „Þetta gæti orðið ófyrirgefanlegt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu
433Sport
Í gær

Ítalirnir setja sig í samband við Chelsea

Ítalirnir setja sig í samband við Chelsea
433Sport
Í gær

Settu tilraunir sínar á ís vegna dómsmáls Alberts

Settu tilraunir sínar á ís vegna dómsmáls Alberts