fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Margir stuðningsmenn Arsenal hissa – Óvænt nafn orðað við félagið: ,,Hver er þetta?“

Victor Pálsson
Mánudaginn 20. maí 2024 20:30

Brian Brobbey.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Independent birtir ansi athyglisverða frétt í dag en miðillinn fjallar þar um markmið Arsenal í sumarglugganum.

Independent segir að Arsenal horfi á tvo framherja fyrir næsta tímabil en einn af þeim er Alexander Isak.

Nafn Isak kemur ekki á óvart en hann stóð sig virkilega vel með Newcastle á þessu tímabili.

Hitt nafnið kemur þó heldur betur á óvart en það er Brian Brobbey sem er á mála hjá Ajax í Hollandi.

Brobbey hefur áður verið orðaður við Manchester United en hann er 22 ára gamall og hefur skorað 22 mörk í 42 leikjum á tímabilinu.

Brobbey leikur með Íslendingi hjá Ajax en Kristian Nökkvi Hlynsson er á mála hjá félaginu og fékk mikið að spila í vetur.

Stuðningsmenn Arsenal hafa tjáð sig um mögulega komu Brobbey og voru duglegir að tjá sig á samskiptamiðlinum X.

,,Hver er þetta? Er ég einn um það að hafa aldrei heyrt um þennan gaur?“ skrifar einn um Brobbey.

Annar bætir við: ,,Hann getur ekki verið verri en Gabriel Jesus, burt með hann og inn með BB!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun
433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum