Ange Postecoglou stjóri Tottenham var ekki hrifin af því hvernig stór hluti stuðningsmanna félagsins hagaði sér í gær þegar liðið tapaði gegn Manchester City.
City er að berjast við Arsenal um sigur í deildinni og er gríðarlegur rígur milli Tottenham og Arsenal.
Því vildu margir stuðningsmenn Tottenham sjá lið sitt tapa í gær til þess að City færi á toppinn fyrir lokaumferðina.
„ÉG skil ríginn en ég mun aldrei skilja það að þú viljir að liðið þitt tapi. Þannig virka ekki íþróttir,“ sagði Postecoglou.
Postecoglou las yfir einum stuðningsmanni liðsins sem hafði gólað á hann allan leikinn um að tapa leiknum.
Ange in an exchange with a fan behind the bench this evening
— The Spurs Web (@thespursweb) May 14, 2024