fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Velti þessu fyrir sér eftir fréttir af Alberti og Gumma Ben – „Veist alveg hverjir í salnum eiga peninga“

433
Sunnudaginn 12. maí 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

video
play-sharp-fill

Það vakti athygli á dögunum þegar ferð á leik með liði Alberts Guðmundssonar á næstu leiktíð, ásamt pabba hans, Gumma Ben, seldist á 5,1 milljón á uppboði á herrakvöldi Þórs.

Albert er orðaður við stórlið og því ekki ljóst hvar hann spilar á næstu leiktíð, en hann hefur farið á kostum með Genoa á leiktíðinni.

„Menn hljóta að hafa einhverja vissu um að það séu alvöru menn sem bjóði í svona á herrakvöldum og geti staðið undir þessu,“ sagði Helgi um uppboðið í þættinum.

„Þegar þú stjórnar svona uppboðum veistu alveg hverjir í salnum eiga peninga. Þú ert ekki að fara að láta einhvern ungan strák sem á ekki fyrir þessu kaupa þetta. Þegar þú ert kominn í svona upphæð verðurðu að vera viss um að þetta séu „rock solid“ gaurar,“ svaraði Hrafnkell.

„Þetta er mjög nýstárleg leið til að afla tekna,“ sagði Helgi þá og Hrafnkell hrósaði Þórsurum.

„Sú besta sem ég hef séð á svona herrakvöldi. Ef þú átt peninga er þetta örugglega hrikalega skemmtilegt. Þú hittir Albert Guðmundsson sem er stjarna í dag og ferð á leik með honum en veist ekki alveg hvaða liði. Svo er Gummi Ben með og hann er auðvitað hrikalega skemmtilegur maður.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United að fá óvæntan milljarð inn í bókhaldið sitt

United að fá óvæntan milljarð inn í bókhaldið sitt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum
433Sport
Í gær

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann
Hide picture