Thomas Tuchel, stjóri Bayern Munchen, er sterklega orðaður við Manchester United þessa dagana.
Litlar líkur eru á að Erik ten Hag haldi áfram á Old Trafford næsta vetur og er hann talinn vera á förum.
Tuchel hefur nú tjáð sig um sögusagnirnar en hann er fyrrum stjóri Chelsea og segist hafa elskað lífið á Englandi.
,,Ég væri helst til í að sleppa þessari spurningu en svarið er að það er ekkert leyndarmál að ég elskaði lífið hjá Chelsea,“ sagði Tuchel.*
,,Ég elskaði lífið á Englandi og ensku úrvalsdeildina, þetta var mjög sérstakur tími og ég man vel eftir honum.“