fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
433Sport

Segist hafa gert nákvæmlega sömu mistök og Arnar – „Þess vegna segi ég þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. maí 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings gerði sig sekan um vanmat þegar lið hans tapaði gegn HK. Þetta segir Mikael Nikulásson þjálfari KFA í Þungavigtinni.

Arnar ákvað að byrja með fjóra af sínum bestu leikmönnum á bekknum í 3-1 tapi gegn HK í Kórnum á sunnudag.

„Hann er ekki alveg sammála sér sjálfum, þetta var vanmat að setja lykilmennina á bekkinn í þessum leik. Þegar HK sér skýrsluna þá peppast þeir upp um 50 prósent í viðbót,“ sagði Mikael í Þungavigtinni.

Pálmi Rafn Arinbjörnsson var settur í markið fyrir Ingvar Jónsson sem er fyrsti kostur í mark Víkings.

„Útskýring Arnars um að hann spili í Evrópu ef Ingvar meiðist. Pálmi veit að hann er bara að fara að spila þennan eina leik, ég get viðurkennt að ég gerði nákvæmlega sömu mistök í fyrra. Þess vegna segi ég þetta, í leik sem við töpuðum. Það varð til þess að við fórum mögulega ekki upp, gaf markverði leik sem ég vildi gefa einn leik,“ segir Mikael um ákvörðun Arnars en KFA missti af sæti upp úr 2. deildinni í fyrra.

„Hann setur Ara Sigurpáls, Nikolaj Hansen og Aron Elís á bekkinn. Þetta er vanmat, mér fannst þetta ofboðslega skrýtið.“

Mikael finnur til með næstu andstæðingum Víkings sem er FH.

„Hann er gíraður, hann viðurkennir bara að HK hafi verið fínir. Ef Víkingur spila nógu vel þá vinna þeir HK, þetta var vanmat. Þetta er fyrsta klikkið í langan tíma, ég vorkenni FH að spila gegn Víkingi í Víkinni næstu helgi. Þetta var skellur fyrir þá, ef Víkingur tapar þessu móti á einu stigi í restina þá horfa menn á þennan leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Reisa styttu af De Bruyne

Reisa styttu af De Bruyne
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Áhugaverð staða Róberts til umræðu – „Hann og hans fjölskylda sætta sig ekki við þetta“

Áhugaverð staða Róberts til umræðu – „Hann og hans fjölskylda sætta sig ekki við þetta“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Delap fundar með Newcastle en United er líklegasti áfangastaðurinn

Delap fundar með Newcastle en United er líklegasti áfangastaðurinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rekinn úr starfi eftir 22 ár fyrir að styðja Palestínu en sér ekki eftir neinu

Rekinn úr starfi eftir 22 ár fyrir að styðja Palestínu en sér ekki eftir neinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tvö tilboð á borði Kevin de Bruyne – Tekur ákvörðun með fjölskyldu sinni

Tvö tilboð á borði Kevin de Bruyne – Tekur ákvörðun með fjölskyldu sinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið í kvöld þegar United og Tottenham berjast

Líklegt byrjunarlið í kvöld þegar United og Tottenham berjast
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þarf að fara í stóra aðgerð og verður frá í fleiri mánuði

Þarf að fara í stóra aðgerð og verður frá í fleiri mánuði
433Sport
Í gær

Hefur þénað vel í tvö ár og gæti nú snúið aftur til Evrópu

Hefur þénað vel í tvö ár og gæti nú snúið aftur til Evrópu
433Sport
Í gær

Fær grænt ljós frá Arsenal og fær að mæta Chelsea

Fær grænt ljós frá Arsenal og fær að mæta Chelsea