Margir knattspyrnuaðdáendur vilja meina að Conor Gallagher, leikmaður Chelsea, hafi látið ljót orð falla í garð dómarans í sigri liðsins á Tottenham í gær.
Trevoh Chalobah sá til þess að Chelsea var 1-0 yfir í hálfleik en Nicolas Jackson innsiglaði 2-0 sigur í seinni hálfleiknum. Þar við sat.
Meira
Sjáðu myndina: Stuðningsmenn Chelsea með skýr skilaboð í kvöld
Það var í seinni hálfleik sem Gallagher var eitthvað ósáttur við Robert Jones dómara. Einhverjir netverjar vilja meina að hann hafi sagt: „Þú ert ömurlegur (e. You’re shit).“
Dæmi hver fyrir sig. Myndband af þessu er hér að neðan.
Conor Gallagher criticises the referee after a decision goes against him
byu/BosnianGooner insoccer