Mikel Arteta þjálfari Arsenal segir það af og frá að félagið vilji losna við Gabriel Jesus framherja sinn í sumar.
Slíkar fréttir birtust í vikunni og voru birtar í blöðum sem teljast áreiðanleg.
„Ég veit ekki hvar þessar fréttir um Gabriel Jesus byrja, við höfum engan áhuga á að láta hann fara,“ segir Arteta.
Jesus er 27 ára gamall framherji frá Brasilíu sem Arsenal keypti frá Manchester City fyrir tæpum tveimur árum.
Jesus hafði átt góða tíma hjá City en yfirleitt verið í aukahlutverki þar.
Kappinn hefur meira og minna verið á bekknum undanfarnar vikur þegar Arsenal er að berjast um það að vinna ensku deildina.
🔴⚪️🇧🇷 Arteta: “I don’t know where reports about Gabriel Jesus exit are coming from”.
“We have NO intention of letting Gabriel leave”. pic.twitter.com/3Vtoc09QgO
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 3, 2024