Samkvæmt fréttum í Þýskalandi ætlar fjöldi knattspyrnumanna að koma saman út úr skápnum í næsta mánuði. Sagt er að þetta muni gerast 17 maí.
Fjöldi liða í þýsku úrvalsdeildinni styrkir verkefni sem Marcus Urban hefur sett af stað.
Í mörg ár hefur verið rætt um það að knattspyrnumenn komi ekki út úr skápnum, mjög fáir atvinnumenn í knattspyrnu þora að koma út.
„Dagsetningin er sett svo menn geti gert þetta saman sem hópur,“ segir Urban.
Búist er við að fjöldi knattspyrnumanna í Þýskalandi muni þarna standa saman og stíga út úr skápnum. Borussia Dortmund, Union Berlin, St. Pauli, Freiburg og Stuttgart eru á meðal liða sem styðja verkefnið.