fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433

Sambandsdeildin: Framlengt í báðum leikjum – Aston Villa áfram eftir dramatík

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 19:37

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er lokið í 8-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar það sem af er kvöldi. Um seinni leiki í 8-liða úrslitum var að ræða og var framlengt í báðum.

Í Flórens tók Fiorentina á móti Viktoria Plzen. Fyrri leik liðanna í Tékklandi lauk með markalausu jafntefli og það sama má segja um þennan í venjulegum leiktíma. Heimamenn voru þá mann fleiri frá því um miðjan seinni hálfleik.

Það var því farið í framlengingu og þar skoraði Fiorentina tvisvar og er komið áfram. Mörkin gerðu Nicolas Gonzalez og Cristiano Biraghi.

Það var meira fjör í Frakklandi þar sem Lille tók á móti Aston Villa. Fyrri leik liðanna á Englandi lauk með 2-1 sigri Villa.

Yusuf Yazici kom Lille yfir á 15. mínútu og staðan í hálfleik var 1-0. Á 68. mínútu skoraði Benjamin Andre svo annað mark Lille.

Það virtist sem svo að Lille væri á leið áfram en á 87. mínútu minnkaði Matty Cash muninn fyrir Villa og jafnaði þar með einvígið.

Því var farið í framlengingu en þar var ekkert skorað. Því var gripið til vítaspyrnukeppni. Þar hafði Aston Villa betur og er liðið komið í undanúrslit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl