fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

„Hann áttar sig alveg á því hvernig umræðan um hann er“

433
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 19:00

Viktor Jónsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Jónsson, framherji ÍA, skoraði þrennu gegn HK um helgina í 2. umferð Bestu deildar karla.

Viktor hefur í gegnum tíðina raðað inn mörkum í næstefstu deild en hann hefur aldrei skorað fleiri en fimm mörk á tímabili í efstu deild.

„Viktor hefur alltaf raðað inn í Lengjudeildinni en er núna búinn að jafna sitt næstbesta tímabil í efstu deild í markaskorun, þrjú mörk,“ sagði Hörður Snævar Jónsson um Viktor í hlaðvarpi Íþróttavikunnar.

Helgi Fannar Sigurðsson tók til máls en hann telur að Viktor gæti skorað fleiri mörk í kjölfarið.

„Fyrir hann, að skora þrennu í efstu deild, það er þungu fargi af honum létt. Hann áttar sig alveg á því hvernig umræðan um hann er. Menn eru alltaf að spyrja sig að því hvort hann geti skorað í efstu deild. Þetta gætu orðið þessi tómatsósu-árhrif.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Rekinn eftir dapurt gengi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun