Nadía Atladóttir, nýr leikmaður Vals, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Eins og flestir vita gekk Nadía í raðir Vals á dögunum frá Víkingi. Þar æfir hún með mörgum toppleikmönnum og þar á meðal Amöndu Andradóttur, einni mest spennandi knattspyrnukonu Íslands.
„Amanda átti eitthvað skot í gær og ég bara: Hvað er þetta?“ sagði Nadía um Amöndu á æfingu Vals.
Hrafnkell telur að Amanda verði ekki lengi í íslenska boltanum.
„Amanda spilar þetta tímabil en svo ekki meira hér á landi held ég. Hún mun henda í alvöru mörk og stoðsendingar. “