Fylkir 0 – 0 Valur
Lokaleik helgarinnar í Bestu deild karla er nú lokið en spilað var á Wurth vellinum, heimavelli Fylkis.
Valur kom í heimsókn að þessu sinni og var fyrir leik talið mun sigurstranglegra liðið.
Því miður fyrir áhorfendur voru engin mörk skoruð að þessu sinni og markalaust jafntefli niðurstaðan.
Fylkir fékk kjörið tækifæri til að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks er Orri Sveinn Stefánsson fékk að stíga á vítapunktinn.
Frederik Schram varði þó spyrnu Orra og mistókst svo báðum liðum að skora í seinni hálfleiknum.