Eins og flestir vita gekk Gylfi í raðir Vals á dögunum og skoraði hann í 2-0 sigri á ÍA í sínum fyrsta alvöru leik.
„Einhverjir vildu meina að samherjar Gylfa væru sumir hverjir að reyna of mikið. Fannst ykkur þetta vera vandamál í leiknum?“ spurði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni.
Ólafur Jóhannesson tók þá til máls.
„Mér fannst eins og Valsararnir væru að reyna að finna Gylfa til að leyfa honum að skora. Mér fannst Aron og Jónatan Ingi eiga möguleika á að skjóta á markið en leita að honum frekar.
En ef þú vilt fá hann til að skjóta á markið þá er mjög skynsamlegt að láta Gylfa gera það. Ég held að Valsliðið eiga bara eftir að slípast. Það er feykilega gaman að fá hann í deildina,“ sagði Ólafur léttur.