Kjartan Henry Finnbogason vakti athygli á þriðjudag er hann lýsti landsleik Íslands við Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í Þýskalandi.
Kjartan lýsti leiknum á Stöð 2 Sport ásamt Guðmundi Benediktssyni en okkar menn töpuðu 2-1 að þessu sinni.
Sigurmark Úkraínu kom undir lok leiks en Mykhailo Mudryk sá um að skora það og tryggði sigur gegn þeim íslensku.
Kjartan var blóðheitur eftir mark Úkraínumanna og baunaði á Mudryk sem leikur með Chelsea á Englandi.
Það var rætt um þessi ummæli Kjartans í þættinum Íþróttavikunni hér á 433.is en Helgi Fannar Sigurðsson, Hrafnkell Freyr Ágústsson og Halldór Garðar Hermannsson ræddu saman að þessu sinni.
,,Kjartan Henry var svolítið reiður undir lokin og maður hafði gaman að því, hann kallaði Mudryk gerpi sem var mjög fyndið, blótaði Zinchenko og var mjög góður,“ sagði Hrafnkell.
,,Hann var öflugur og fór alls ekki yfir strikið að mínu mati, bara hrikalega skemmtilegur.“