fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
433Sport

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ótrúlegt kvöld – Stórkostlegur Albert

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. mars 2024 21:41

Albert Guðmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er komið í úrslitaleik um sæti á EM eftir frábæran 1-4 sigur á Ísrael í kvöld. Hér að neðan eru einkunnir leikmanna Íslands.

Meira
Albert Guðmundsson gekk frá Ísrael – Strákarnir okkar komnir í úrslitaleikinn

Hákon Rafn Valdimarsson – 8
Mjög öruggur í sínum aðgerðum og varði nokkrum sinnum vel.

Guðlaugur Victor Pálsson – 6
Ólíkur sjálfum sér á köflum en heilt yfir ágætis leikur.

Sverrir Ingi Ingason – 7
Var í töluverðu brasi eins og aðrir varnarmenn í fyrri hálfleik en spilaði lykilhlutverk í öðru marki Íslands og átti mjög góðan seinni hálfleik.

Daníel Leó Grétarsson – 4
Mun skárri í seinni hálfleik en fyrri hálfleikurinn alveg hreint agalegur, gefur víti og gerir mikið af mistökum.

Guðmundur Þórarinsson – 7
Eins og vörn Íslands í heild átti hann erfitt uppdráttar til að byrja með. Skilaði þó að lokum flottu dagsverki.

Willum Þór Willumsson – 5 (46′)
Kom lítið út úr honum áður en honum var skipt af velli í hálfleik.

Hákon Arnar Haraldsson – 7
Vann sig vel inn í leikinn eftir erfiða byrjun.

Arnór Ingvi Traustason – 7 (62′)
Traustur á miðjunni, eins og í undanförnum landsliðsgluggum.

Arnór Sigurðsson – 7 (77′)
Vann vel til baka og átti góða spretti fram á við.

Albert Guðmundsson – 10 Maður leiksins
Alveg stórkostlegur í dag og sýndi að íslenska landsliðið hefur svo sannarlega saknaði hans. Viðloðinn allt gott fram á við. Skoraði stórkostlegt aukaspyrnumark, annað eftir frábært einstaklingsframtak og fullkomnaði svo þrennuna.

Orri Steinn Óskarsson – 6 (62′)
Var vinnusamur en átti klárlega að nýta dauðafæri í fyrri hálfleik.

Varamenn
Mikael Nevilla Anderson – 6
Jón Dagur Þorsteinsson – 6
Ísak Bergmann Jóhannesson – 6
Andri Lucas Guðjohnesn – 6

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vilja losna við Elliott í janúar – Hætta að spila honum svo félagið þurfi ekki að kaupa hann

Vilja losna við Elliott í janúar – Hætta að spila honum svo félagið þurfi ekki að kaupa hann
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Albert fer yfir daginn þar sem alþjóð frétti af því að hann væri sakaður um nauðgun – „Ég vissi hvað gerðist þetta kvöld“

Albert fer yfir daginn þar sem alþjóð frétti af því að hann væri sakaður um nauðgun – „Ég vissi hvað gerðist þetta kvöld“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja fá vöðvabúntið aftur heim

Vilja fá vöðvabúntið aftur heim