Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest
Á morgun er komið að stórleik Íslands gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Leikurinn fer fram á Szusza Ferenc leikvangingum í Búdapest, en ekki er spilað í Ísrael vegna ástandsins á Gasa. Sigurvegarinn mætir Úkraínu eða Bosníu í hreinum úrslitaleik um sæti á mótinu.
Szusza Ferenc leikvangurinn er heimavöllur Ujpest og tekur hann um 12.600 manns í sæti. Um er að ræða sögufrægan völl sem var opnaður árið 1922.
Ekki er búist við mörgum Íslendingum á völlinn á morgun en samkvæmt upplýsingum sem 433.is fékk í gær verða þeir á bilinu 50-100.
Íslenska liðið mun æfa á Szusza Ferenc leikvanginum í dag, það er síðasta æfing fyrir leikinn á morgun.
Hér að neðan má sjá myndir af leikvanginum.