Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest
Íslenska karlalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir komandi leik gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Liðið æfði í áhugaverðu umhverfi í úthverfi Búdapest í dag.
Ísland og Ísrael mætast hér í Búdapest, en ekki er spilað í Ísrael vegna ástandsins á Gasa. Sigurvegarinn mætir Úkraínu eða Bosníu í hreinum úrslitaleik um sæti á mótinu.
Allur hópurinn kom saman til æfinga í dag í fyrsta sinn fyrir komandi leik, en ellefu leikmenn tóku þátt í stuttri æfingu í gærkvöldi.
Æfingin í dag fór fram í rólegu hverfi í borginni en ýmislegt athyglisvert var í kringum æfingavöllinn.
Myndir og þessu, sem og myndband, má sjá hér að neðan.